Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sætasti hundur í heimi

er í pössun hjá okkur þessa dagana. Hann var seinast hjá okkur í sumar og ég var nú alveg farin að sakna hans.  Dolli  er svo yndislegur þetta krútt, fagnar manni þvilíkt og elskar að fara í langa göngutúra með Siggu sinni eða kúra í fanginu og fá klapp og knús.  

Hér er hann Dolli:

DSC00682

 

 Dolli í vagni

Dolli í dúkkuvagni.


Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag

Ein sjálfhverf, en ef ekki á afmælisdaginn hvenær má maður þá vera sjálfhverfur. Tounge

Ég fór með kökur í vinnuna í morgun og þær vöktu mikla hrifningu, sérstaklega sælgætis ostakakan mín, og sú franskar klikkar nú ekki heldur.

Í hádeginu bauð Anna vinkona mér út að borða á Vox nammi namm. Frábært hlaðborð þar. 

Það er búið að vera svo bilað að gera hjá mér að ég bakaði þessar kökur til dæmis í nótt. Jæja best að fara að laga aðeins til og kannski henda í eina heimsins bestu súkkulaðiköku ef einhver skyldi reka inn nefið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband