Færsluflokkur: Dægurmál

Ég er alltaf á hlaupum, brot af því sem ég hef gert í dag.

Ekki hef ég nú verið dugleg að blogga núna en tíminn er bara alltaf horfinn frá mér.  Ég er bara búin að vera á fullu í allan dag eins og flesta daga. Fyrst í  vinnuna og þar lítur maður varla uppúr verkefnum nema rétt til að  fjarstýra heimilinu og það er sko ekki vanþörf á því með 7 ára orkubolta sem unglingurinn ræður varla við.  Síðan náði ég í gjaldeyri, fór í klippingu og skol svo ég verði nú fín á galakvöldinu á föstudaginn, ( er sko að fara á Tupperware Jubilee).  Síðan náði ég að fara með bílinn í smurningu og ég er rosalega  fegin að vera búin að því.  Mér finnst svo pirrandi þegar ég er búin að ætla að gera eitthvað í marga daga og gleymi því eða kemst ekki í það. Þessu verkefni allavega lokið í bili. 

Sest aðeins niður á meðan kjullinn er í ofninum og svo er spurning hvort ég fari aðeins í vinnuna aftur í kvöld. Þyrfti að klára ákveðin mál áður en ég fer til Álaborgar. 

Aalborg_boulevard


Perfect Day

Hendi hér inn einu góðu áður en ég fer að sofa. Skemmtileg útgáfa af þessu Lou Reed lagi.


Hvernig er þetta hægt?

Foreldrarnir voru bara heppin að það voru ekki barnaræningjar sem fundu hana heldur starfsfólk flugvallarins.  Úff.
mbl.is Gleymdu barninu í fríhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netlausi dagurinn minn.

Fyrst datt út bloggið og svo var ég netlaus þegar ég vaknaði í morgun. Eftir sund með Heiðdísi hringdi ég aftur í Tal og það er nú ekkert smá vesen sem ég er búin að eiga í við símafyrirtækin Vodafone og Tal en meira um það síðar, þá vildu þeir að ég kæmi til að sækja nýjan router sem ég gerði og skipti út. Það var alveg sama sagan. Þá buðust þeir reyndar til að senda tæknimann sem kom svo rétt fyrir klukkan 6 og lagaði einhverja stillingu.

Þessi netlausi dagur gat nú ekki komið á verri tíma því ég þurfti að bóka ferð út á Tupperware ráðstefnu í Álaborg í ágúst.

Annars gerði ég ósköp lítið af viti í dag og bara nokkrir frídagar eftir, ég náði þó allavega að sitja útí sólinni. 

 


28. júlí Afmælisdagur Bjössa

Einn uppáhaldsfrændi  minn Björn Árdal Jónsson hefði orðið 56 ára í dag hefði hann lifað. Hann  féll frá allt of snemma eða aðeins 31 árs vegna blæðingar inn á heila. 

Bjössi var næstyngsti bróðir pabba míns og kom mikið í heimsókn eftir að hann flutti suður og fór í Myndlista og Handíðaskólann og að vinna hér fyrir sunnan.  Ég hef sennilega verið um 10 ára þegar hann flutti suður og hann var alltaf að grínast og fíflast eitthvað í okkur systkinunum.  Minningar um kex og kökur sem mamma dró fram með kvöldkaffinu,  Bjössi að hjálpa mér að teikna.... plötusafnið hans sem ég hlustaði mikið á..... og ótalmargt fleira.


Fyrsta frívikan mín í sumar

Jæja ...... ég var búin að skrifa hérna heil langt blogg og svo missti ég allt út. Devil Frekar pirrandi.

Nú er ég hálfnuð í fríi í bili og þessi vika leið mjög hratt. Ég var nú ekki heldur alveg í fríi þar sem ég er búin að eyða meiri tíma í Tupperware vinnuna núna. Hélt kynningu heima á miðvikudaginn og var svo með söluborð í Mjódd á fimmtudaginn. Áslaug vinkona kom svo og var með mér frá hálf þrjú. Þetta var bara skemmtilegt, ég hitti fullt af fólki sem ég þekki og sem ég þekki ekki. Seldi meira að segja coolustu kælitöskunua mitt eintak sem ég var ekki farin að nota. Smile (Mynd af henni hér að ofan). Kaupandinn gat ekki beðið til fimmtudags, var að fara úr bænum.   Við erum búin að vera að nota eldri gerðina af þessari í 12 ár, farið með jafnt út á land sem í sólarlandaferðir. Hún er líka tvöföld, hægt að taka innan úr henni þykkt plasthólf til að þrífa og setja kælikubba þar fyrir innan en annars er hún álklædd að innan.  Í kvöld geng ég svo frá pöntun vikunnar en þetta er seinasti dagur  sem þessi taska er í sölu, hún er ekki í bækling. 

Heiðdís Harpa er á sundnámskeiði þannig að við sofum ekki út í fríinu en ég hef verið sæmilega dugleg að fara í sund á meðan.   Joyful

Á föstudaginn lenti Heiðdís í frekar erfiðum 7 ára strák sem reif af henni gleraugun og bjó til skúlptúr úr umgjörðinni. Afgreiðslukonan í Auganu hafði aldrei séð annað eins en sem betur fer var til sams konar umgjörð. Nú þarf ég bara að ræða við móður drengsins betur. Angry 

Í gær áttum við svo góðan dag á Þingvöllum, fórum og grilluðum í sumarbústað með góðu fólki og meira að segja unglingurinn kom með. Endaði svo kvöldið með því að horfa loksins á myndina Notebook sem ég ætlaði að vera búin að sjá fyrir löngu og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hana, svo sæt eitthvað.  Happy

 

Þingvallavatn


Þjóðhátíðarsmellur ?

Ágætis lag sem á sennilega eftir að heyrast mikið næsta mánuðinn.  Það er eitthvað í laginu sem minnir mig á lag frá níutíuog eitthvað.


mbl.is Síðsumarþjóðhátíðarlag frá Baggalúti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég alltaf jafn heppin

Var að byrja í fríi og fæ rigningu alla fyrstu vikuna. Þá gefst kannski bara tími til að taka til í skápum, geymslum, fara á útsölur og slappa af heima. Þarf núna að koma skipulagi á  Tupperware lagerinn minn í þvottahúsinu. Það er ótrúlegt hvað safnast saman af þessu í gegnum tíðina, enda búin að vera selja Tupperware síðan 1993.   Ætla að vera dugleg í ræktinni líka þessa frídaga og gera eitthvað skemmtilegt með dætrunum, gerist kannski myndarleg og baki uppáhaldssúkkulaðitertuna á morgun.

festboks[1]

 

 


mbl.is Þykknar upp vestantil í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilanafaraldur?

Ég hélt alltaf að mikið eftirlit væri með Tívolí tækjum allavega á Norðurlöndunum en ég var að lesa að 150 manns slasist árlega í tækjum í skemmtigörðum í Danmörku það er svakalegt.  En þetta slys í Svíþjóð er þriðja slysið á örfáum dögum sem ég frétti af. Eftir slys í Faarup Sommerland liggur 8 ára drengur lfshættulega slasaður. Frown

Ég held ég hugsi mig tvisvar um næst áður en ég stekk upp í eitthvað  brjálað tívolí tæki.

Sjá líka: http://jp.dk/indland/article1385229.ece

http://ing.dk/artikel/89699?bund


mbl.is Leiktækið var skoðað í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dirty Dancing

Ég dreif mig í Dirty Dancing tíma í World class í dag/kvöld og er bara ánægð með að hafa drifið mig af stað,  sporin flott og skemmtileg og í kvöld var blanda af salsa og jazz sporum. Mér finnst samt alltaf pínu mál að koma ný inn í svona tíma sem eru búnir að vera í nokkrar vikur.  Það er svo mikil keyrsla á þessu ég þarf að hafa mig alla við að muna hvað kemur næst nógu hratt. Hef sennilega ekki litið út eins dancing queen allan tímann.Tounge.  Dans er samt  skemmtilegasta líkamsræktin þannig að ég ætla að reyna að halda áfram í þessu og taka svo kannski nokkra tækjatíma með inná milli.

Dirty Dancing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband