27.7.2008 | 17:48
Fyrsta frívikan mín í sumar
Jæja ...... ég var búin að skrifa hérna heil langt blogg og svo missti ég allt út. Frekar pirrandi.
Nú er ég hálfnuð í fríi í bili og þessi vika leið mjög hratt. Ég var nú ekki heldur alveg í fríi þar sem ég er búin að eyða meiri tíma í Tupperware vinnuna núna. Hélt kynningu heima á miðvikudaginn og var svo með söluborð í Mjódd á fimmtudaginn. Áslaug vinkona kom svo og var með mér frá hálf þrjú. Þetta var bara skemmtilegt, ég hitti fullt af fólki sem ég þekki og sem ég þekki ekki. Seldi meira að segja coolustu kælitöskunua mitt eintak sem ég var ekki farin að nota. (Mynd af henni hér að ofan). Kaupandinn gat ekki beðið til fimmtudags, var að fara úr bænum. Við erum búin að vera að nota eldri gerðina af þessari í 12 ár, farið með jafnt út á land sem í sólarlandaferðir. Hún er líka tvöföld, hægt að taka innan úr henni þykkt plasthólf til að þrífa og setja kælikubba þar fyrir innan en annars er hún álklædd að innan. Í kvöld geng ég svo frá pöntun vikunnar en þetta er seinasti dagur sem þessi taska er í sölu, hún er ekki í bækling.
Heiðdís Harpa er á sundnámskeiði þannig að við sofum ekki út í fríinu en ég hef verið sæmilega dugleg að fara í sund á meðan.
Á föstudaginn lenti Heiðdís í frekar erfiðum 7 ára strák sem reif af henni gleraugun og bjó til skúlptúr úr umgjörðinni. Afgreiðslukonan í Auganu hafði aldrei séð annað eins en sem betur fer var til sams konar umgjörð. Nú þarf ég bara að ræða við móður drengsins betur.
Í gær áttum við svo góðan dag á Þingvöllum, fórum og grilluðum í sumarbústað með góðu fólki og meira að segja unglingurinn kom með. Endaði svo kvöldið með því að horfa loksins á myndina Notebook sem ég ætlaði að vera búin að sjá fyrir löngu og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hana, svo sæt eitthvað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.