28.7.2008 | 14:52
28. júlí Afmælisdagur Bjössa
Einn uppáhaldsfrændi minn Björn Árdal Jónsson hefði orðið 56 ára í dag hefði hann lifað. Hann féll frá allt of snemma eða aðeins 31 árs vegna blæðingar inn á heila.
Bjössi var næstyngsti bróðir pabba míns og kom mikið í heimsókn eftir að hann flutti suður og fór í Myndlista og Handíðaskólann og að vinna hér fyrir sunnan. Ég hef sennilega verið um 10 ára þegar hann flutti suður og hann var alltaf að grínast og fíflast eitthvað í okkur systkinunum. Minningar um kex og kökur sem mamma dró fram með kvöldkaffinu, Bjössi að hjálpa mér að teikna.... plötusafnið hans sem ég hlustaði mikið á..... og ótalmargt fleira.
Athugasemdir
Hann Bjössi var frábær frændi og blessuð sé minning hans. Alltaf hress og kátur og fíflaðist í okkur krökkunum. Mér er mjög minnisstætt alltaf þegar Gunnar var að hrekkja mig þá hélt Bjössi með mér og þóttist ætla að sturta Gunnari niður í klósettið og hélt honum á hvolfi fyrir ofan klósettið og ég stóð til hliðar tilbúin að sturta niður þegar hann myndi sleppa - híhí.
Úlla (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.