Ég er alltaf á hlaupum, brot af því sem ég hef gert í dag.

Ekki hef ég nú verið dugleg að blogga núna en tíminn er bara alltaf horfinn frá mér.  Ég er bara búin að vera á fullu í allan dag eins og flesta daga. Fyrst í  vinnuna og þar lítur maður varla uppúr verkefnum nema rétt til að  fjarstýra heimilinu og það er sko ekki vanþörf á því með 7 ára orkubolta sem unglingurinn ræður varla við.  Síðan náði ég í gjaldeyri, fór í klippingu og skol svo ég verði nú fín á galakvöldinu á föstudaginn, ( er sko að fara á Tupperware Jubilee).  Síðan náði ég að fara með bílinn í smurningu og ég er rosalega  fegin að vera búin að því.  Mér finnst svo pirrandi þegar ég er búin að ætla að gera eitthvað í marga daga og gleymi því eða kemst ekki í það. Þessu verkefni allavega lokið í bili. 

Sest aðeins niður á meðan kjullinn er í ofninum og svo er spurning hvort ég fari aðeins í vinnuna aftur í kvöld. Þyrfti að klára ákveðin mál áður en ég fer til Álaborgar. 

Aalborg_boulevard


Perfect Day

Hendi hér inn einu góðu áður en ég fer að sofa. Skemmtileg útgáfa af þessu Lou Reed lagi.


What???

Þvílíkt kæruleysi og vitleysa Devil .  Hugsið ykkur hvað þeir hefðu á samviskunni ef þetta hefði farið verr og einhver drukknað þarna.  Arg.
mbl.is Farþegar fengu ekki björgunarvesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staldraði ekki lengi við þessi verslun

Ég náði nú ekki einu sinni að fara í þessa verslun og ekki hef ég heldur farið í Toys'r us. Hef einhvernveginn alveg sloppið við það þrátt fyrir að eiga eina 7 ára. 


mbl.is Leikfangakeðja úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta hægt?

Foreldrarnir voru bara heppin að það voru ekki barnaræningjar sem fundu hana heldur starfsfólk flugvallarins.  Úff.
mbl.is Gleymdu barninu í fríhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Luis Cardenas - Runaway

Þetta myndband var eitt af mínum uppáhalds 1986.  Gaman að finna þetta aftur því ég efast um að ég geti spilað lengur gömlu videospólurnar sem ég tók upp á  myndbönd á þessum tíma. 


Einn góður:

A mother was working in the kitchen, listening to her five-year-old son playing with his new electric train set in the living room.

She heard the train stop and her son saying, 'All of You b*****ds who want off, get the f**k off now, cause we're in a hurry! And all of you b*****ds who are getting on, get the f**k on, cause we're going down the tracks'.

The horrified mother went in and told her son, 'We don't use that kind of language in this house. Now I want you to go to your room and stay there for TWO HOURS.

When you come out, you may play with your train, but I want you to use nice language.'

Two hours later, the son came out of the bedroom and resumed playing with his train. Soon the train stopped and the mother heard her son say,’ All passengers who are disembarking the train, please remember to take all of your belongings with you.

We thank you for travelling with us today and hope your trip was a pleasant one.'

She hears the little boy continue,

'For those of you just boarding, we ask you to stow all of your hand luggage under your seat. Remember, there is no smoking on the train.

We hope you will have a pleasant and relaxing journey with us today.'

As the mother began to smile, the child added..........

'For those of you who are pissed off about the TWO HOUR delay, please see the fat bitch in the kitchen.'

Tounge

Kíkið á þetta:  http://benna.blog.is/blog/benna/entry/604083/


Kate Bush Afmælisbarn dagsins

Kate Bush er 50 ára í dag.  Hér syngur hún Wuthering Heights og það lag sat í 4 vikur í 1. sæti breska listans 1978.  Hún er fyrsta konan sem átti frumsamið lag á toppi listans.


Netlausi dagurinn minn.

Fyrst datt út bloggið og svo var ég netlaus þegar ég vaknaði í morgun. Eftir sund með Heiðdísi hringdi ég aftur í Tal og það er nú ekkert smá vesen sem ég er búin að eiga í við símafyrirtækin Vodafone og Tal en meira um það síðar, þá vildu þeir að ég kæmi til að sækja nýjan router sem ég gerði og skipti út. Það var alveg sama sagan. Þá buðust þeir reyndar til að senda tæknimann sem kom svo rétt fyrir klukkan 6 og lagaði einhverja stillingu.

Þessi netlausi dagur gat nú ekki komið á verri tíma því ég þurfti að bóka ferð út á Tupperware ráðstefnu í Álaborg í ágúst.

Annars gerði ég ósköp lítið af viti í dag og bara nokkrir frídagar eftir, ég náði þó allavega að sitja útí sólinni. 

 


28. júlí Afmælisdagur Bjössa

Einn uppáhaldsfrændi  minn Björn Árdal Jónsson hefði orðið 56 ára í dag hefði hann lifað. Hann  féll frá allt of snemma eða aðeins 31 árs vegna blæðingar inn á heila. 

Bjössi var næstyngsti bróðir pabba míns og kom mikið í heimsókn eftir að hann flutti suður og fór í Myndlista og Handíðaskólann og að vinna hér fyrir sunnan.  Ég hef sennilega verið um 10 ára þegar hann flutti suður og hann var alltaf að grínast og fíflast eitthvað í okkur systkinunum.  Minningar um kex og kökur sem mamma dró fram með kvöldkaffinu,  Bjössi að hjálpa mér að teikna.... plötusafnið hans sem ég hlustaði mikið á..... og ótalmargt fleira.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband