21.9.2008 | 21:07
Tónlistarafmælisbörn 22.september
Joan Jett verður 50 ára á morgun. Hún fæddist í Pennsylvaniu. Hún hefur meðal annars sungið með The Blackbhearts en lagið sem hún tekur hér var í 1.sæti Bilboard listans frá 20. mars -1. maí 1982.
Nick Cave verður 51 á morgun 22.9 Hann fæddist í Victoria Ástralíu. Hann er með hljómsveit sem heitir The Bad Seeds.
Hér syngur hann Where the Wild roses grow með Kylie Minogue
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 23:52
Styttist í viku 39...........
og sú vika telst mjög mikilvæg í annarri vinnunni minni.........
..........veit einhver af hverju? ...............eða viltu vita meira?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 19:55
2 ólíkar söngkonur eiga afmæli í dag 8. sept.
Sú eldri er Patsy Cline fædd 8. sept 1932 í Winchester, Virginia (degi yngri en Svana "frænka") lést í flugslysi 5. mars 1963. Ég held ég hafi heyrt hennar lög fyrst í Coal miners daughter myndinni sem var sýnd 1982.
Sý yngri er Pink eða Alecia Beth Moore fædd 8.sept 1979 í Doylestown, Pennsylvania
Tónlist | Breytt 9.9.2008 kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2008 | 18:04
Ætlaði að kíkja
en mér var boðið í afmæli sem ég valdi framyfir Ljósanótt. Það var mikið stuð eiginlega of mikið því ég asnaðist til að fara í karaoke Mamma mia með henni Láru sem er alveg stórfín. En þetta var skemmtilegt. Takk fyrir mig Sverrir.
Mikill mannfjöldi á Ljósanótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008 | 15:45
Enn einn klukkleikurinn í gangi. Þórður Helgi klukkaði mig.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
- Bókari
- Skrifstofusjóri
- Gjaldkeri
- Sölumaður/ Hópstjóri (fyrir utan afgr.gróðurhús, barnapössun, veitingahús)
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á (Erfitt að velja 4)
Mamma Mia
Rocky Horror Picture Show
- Love Actually
- As good as is gets
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Reykjavík
Rödovre (Kaupmannahöfn)
Álaborg
Neskaupsstað ( 1 sumar þegar ég var 2 ára)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
Forbrydelsen
Desperat Housevifes
My Family
Me and my girl
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Spánn
- Italía
- Danmörk
- Tenerife
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- mbl.is
- valur.is
- tupperware.dk
- ja.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
Fjórir bloggarar sem ég klukka
- Snorri Magnússon
- Freydís Bjarnadóttir
- Katrín Snæhólm
- Jóna Á. Gísladóttir
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 18:19
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag
Ein sjálfhverf, en ef ekki á afmælisdaginn hvenær má maður þá vera sjálfhverfur.
Ég fór með kökur í vinnuna í morgun og þær vöktu mikla hrifningu, sérstaklega sælgætis ostakakan mín, og sú franskar klikkar nú ekki heldur.
Í hádeginu bauð Anna vinkona mér út að borða á Vox nammi namm. Frábært hlaðborð þar.
Það er búið að vera svo bilað að gera hjá mér að ég bakaði þessar kökur til dæmis í nótt. Jæja best að fara að laga aðeins til og kannski henda í eina heimsins bestu súkkulaðiköku ef einhver skyldi reka inn nefið.
24.8.2008 | 14:39
Virkar ekki traust.......
Held að Spanair þurfi að fara yfirfara sínar vélar betur.
Flugvél Spanair bilaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 00:39
Nýdönsk - klikka ekki
Ég rétt náði restinni af tónleikunum, hefði svo sem alveg viljað heyra í Magnúsi og Jóhanni og Hjaltalín en ég var ánægð að ná nokkrum lögum með Nýdönsk. Ég var líka svo heppin að fá miða í gær á Nýdönsk á Rás 2 í gær. Við vorum bara ca 10 í stúdíó með þeim. Hafdís vinkona kom með mér. Þetta var bara snilld. Eftir þessa tónleika er ég komin með hlut sem getur farið á poppminjasafnið einhverntímann.
Læt fylgja með eitt gamalt myndband sem ég fann með þeim, omg hvað þeir eru unglegir í þessu myndbandi. Ætti svo að fara að henda mér í háttinn og horfa á strákana okkar í fyrramálið.
Tónleikar á Miklatúni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 23:45
Afmælisbarn dagsins Robert Plant
Robert Plant er 60 ára í dag. Hann fæddist í West Bromwich Bretlandi og er einnig frægur fyrir að hafa verið söngvari Led Zeppelin
Tónlist | Breytt 22.8.2008 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 19:58
Góðir farþegar, verið velkomin heim.
Ég er komin heim frá Álaborg og ég var að hugsa í gærkvöldi hvað það er alltaf notalegt að heyra þessi orð þegar maður er lentur, þó að maður hafi bara verið nokkra daga í burtu. Ég hef nú bara heyrt þetta hjá Icelandair minnir mig. Ætli þetta sé svona í öðrum löndum?
En á miðvikudagskvöld hófst ferðalagið. Við fórum 5 manna hópur sölumanna og hópstjóra frá Íslandi, allt konur að þessu sinni (dreifingaraðilarnir tveir voru farnar á undan). Við fórum með næturflugi til Köben, komum þangað 06 og þá tók við lestarferðalag til Álaborgar sem tók fimm og hálfan tíma. Við sváfum nú mislítið, ég held að ég hafi náð kannski einum og hálfum tíma alls í svefni þá nótt. Fimmtudaginn höfðum við alveg fyrir okkur.
Þegar við vorum búnar að koma okkur fyrir á Quality hotel Aalborg þá fórum við allar sjö saman í Aalborg Storcenter, það þurfti auðvitað að versla aðeins. Um kvöldið fórum við svo í miðbæinn og enduðum á að borða á stað sem heitir Den stygge Krympen, þar voru alveg risaskammtar af mat.
Föstudagsmorgun byrjuðum við með morgunverðarhlaðborði sem var mjög gott og girnilegt. M.a. með ekta dansk liverpostej heitri og alls kyns gúmmilaði. Síðan fór ég ein í leiðangur að skoða húsið sem ég bjó í þegar ég var fimm ára. Pabbi var í tæknifræðinámi þarna og ég hafði bara ekki komið síðan við fluttum þaðan. Grönlandstorv 5, ég rölti um og tók nokkrar myndir sem ég set inn seinna. Ég hitti svo Áslaugu, Nönnu og Laueyju í HM niðrí bæ hvar annars staðar?
Síðan drifum við okkur upp á hótel í ráðstefnugallann, við frá Íslandi allar í eins bolum og eins á litinn buxum, rétt náðum hádegismatnum áður en þetta byrjaði.
Það var alveg rosalega heitt í salnum enda voru þarna 1300 manns frá öllum Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum, fjöldi þeirra sem er að selja Tupperware í þessum löndum er 14.700,- þannig að þetta náði ekki 10% sem þarna voru. Til þess að komast á svona ráðstefnu er alltaf sett ákveðin söluskilyrði. Eins og venjulega var mikið um heiðranir og nýjungar kynntar og forstjóri TW Nordic og annað starfsfólk tók mikinn þátt í alls kyns skemmtiatriðum og það var til dæmis mjög flott þegar allur salurinn var fenginn til að syngja samtaka. Síðan eru alltaf kynntar nýjungar, nýr bæklingur kynntur og við fáum alltaf eitthvað af nýju Tupperware gefins.
Um hálfátta var svo galadinner og hljómsveit. Ég komst ekki í galafordrykk að þessu sinni, og engin frá Íslandi, aldrei að vita hvort ég verði með í febrúar þegar árleg hópstjóraráðstefna verður haldin.
Við Freydís fórum allavega síðast, og við Áslaug þarsíðast. Það sem er skemmtilegt líka við það er að safna Silfurstaupunum merktu (segir maður annars staup um svona há glös) jæja allavega. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og við enduðum kvöldið með smá partýi uppá herbergi.
Laugardagsmorgun vaknað kl. 8 eftir fimm tíma svefn, uhumm, við Áslaug vorum nú frekar þreyttar, svo þegar við komum niður í morgunmat var bara mjög margt búið af hlaðborðinu!!!! og við áttum að mæta klukkan 9 í Aalborghallen en það er stóri salurinn í ráðstefnuhúsinu. Um kvöldið var síðan Fun night, en það er árlegt grímuball á þessari ráðstefnu og þemað í ár var Fly with me. Við vorum þyrlur. Aðrir hópar voru t.d. fiðrildi, nornir, blómálfar, randaflugur, kalkúnar, leðurblökur og m.a.s. fljúgandi kýr.
Sunnudagurinn fór svo í ferðalagið til baka, lest kl 13:10 frá Álaborg, flug 22:30 frá Kastrup og var svo lent eitthvað fyrir miðnætti að íslenskum tíma.
Hér fyrir neðan er smá myndbrot frá Jubilee en ég sést ekki, sit svo ofarlega.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)