Færsluflokkur: Tónlist

Sheena Easton á 50 ára afmæli í dag

Hér er eitt gamalt og gott kemur reyndar með dönskum texta hehe.

Tónlistarafmælisbarn dagsins

Tim Curry er 63 ára í dag, þar sem ég er mikið Rocky Horror fan ætla ég að skella hér inn smá tónlist úr myndinni með honum.

 


Loretta Lynn á afmæli í dag

Loretta Lynn er 74 ára í dag. Ég hlustaði mikið á plötuna Coal Miners Daughter eftir að myndin var sýnd. Gaman að rifja upp þessi lög en hér er hún með systrum sínum og dóttur held ég.


David Cassidy

Ég sá að David Cassidy varð 59 ára á páskadag. Ég var alveg hryllilega skotin í honum þegar ég var 8-9 ára að horfa á Söngelsku Fjölskylduna, man einhver eftir þessum þáttum? Ég var með plaggöt út um allt herbergi af honum og Susan Dey og svo auðvitað poppurum og rokkurum sem voru vinsæl. Ég var á þessum tíma farin að biðja um Bravo og Pops blöð í staðinn fyrir Andrés Önd svona endrum og eins.  En David kallinn hefur nú látið á sjá eins og við er að búast.

 

 


A New England Kirsty MacColl

Hér kemur eitt gamalt uppáhaldslag.

 

 


Fairytale of New York

Hér eru The Pogues og Kirsty MacColl. Kirsty lést því miður rétt fyrir jól árið 2000 í hræðilegu slysi þegar hún var að kafa við strendur Mexico. Hún rétt náði að bjarga syni sínum en varð sjálf fyrir hraðbátnum sem kom á fullri ferð á svæði sem var eingöngu fyrir kafara.


Billy Idol Til hamingju með afmælið

Billy Idol er 53 ára í dag. Hér tekur hann nett jólalag, Jingle Bell Rock.

Hér er smá fróðleikur um hann:

Billy Idol (born William Michael Albert Broad, 30 November 1955, Stanmore, Middlesex) is an English rock musician.

He first achieved fame in the punk rock era as a member of the band Generation X. He then embarked on a successful solo career, aided by a series of stylish music videos, making him one of the first MTV stars. Idol continues to tour with guitarist Steve Stevens and has a fan base all around the world.


Flott lög úr kvikmyndum

Hér fyrir neðan eru 3 tónlistarmyndbönd úr kvikmyndum sem ég held alltaf svoldið upp á. Þau eru frekar ólík en flott hvert þeirra á sinn hátt. 

Hot patootie bless my soul eða Söngur Eddies úr Rocky Horror Picture Show með Meatloaf:

Another suitcase in another hall, úr Evitu með Madonnu:

og síðan David Bowie með Volare sem hann söng í Absolut Beginners


John Lennon

Hefði orðið 68 ára í dag.   Í tilefni dagsins skelli ég einu gömlu og góðu myndbandi inn, - Just like starting over varð fyrir valinu að þessu sinni en það eru svo mörg flott lög til með honum. 


Olivia Newton John

Oliva Newton John er 60 ára í dag.   Hún var í uppáhaldi hjá mér þegar ég var miklu yngri.

Til hamingju Olivia mín með afmælið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband