Færsluflokkur: Tónlist

Tónlistarafmælisbörn 22.september

Joan Jett verður  50 ára á morgun. Hún fæddist í Pennsylvaniu. Hún hefur meðal annars sungið með  The Blackbhearts en  lagið sem hún tekur hér var í 1.sæti Bilboard listans frá 20. mars -1. maí 1982.

 

Nick Cave verður 51 á morgun 22.9 Hann fæddist í Victoria Ástralíu. Hann er með hljómsveit sem heitir The Bad Seeds.

Hér syngur hann Where the Wild roses grow með Kylie Minogue

 


2 ólíkar söngkonur eiga afmæli í dag 8. sept.

Sú eldri er Patsy Cline fædd 8. sept 1932 í Winchester, Virginia (degi yngri en Svana "frænka")  lést í flugslysi 5. mars 1963.  Ég held ég hafi heyrt hennar lög fyrst í Coal miners daughter myndinni sem var sýnd 1982. 

Sý yngri er Pink eða Alecia Beth Moore fædd 8.sept 1979 í Doylestown, Pennsylvania

 


Afmælisbarn dagsins Robert Plant

Robert Plant er 60 ára í dag. Hann fæddist í West Bromwich Bretlandi og er einnig frægur fyrir að hafa verið söngvari Led Zeppelin


Luis Cardenas - Runaway

Þetta myndband var eitt af mínum uppáhalds 1986.  Gaman að finna þetta aftur því ég efast um að ég geti spilað lengur gömlu videospólurnar sem ég tók upp á  myndbönd á þessum tíma. 


Kate Bush Afmælisbarn dagsins

Kate Bush er 50 ára í dag.  Hér syngur hún Wuthering Heights og það lag sat í 4 vikur í 1. sæti breska listans 1978.  Hún er fyrsta konan sem átti frumsamið lag á toppi listans.


Cyndi Lauper Time after Time

 

Hér er eitt gamalt og gott.  Ég náði í nýtt myndband af þessu sem er með texta, hitt var með einhver leiðindi við mig. Það var ekki hægt að spila það hér.

 


No more lonely nights

Paul McCartney klikkar ekki. InLove 

Ég rakst á þetta lag sem ég hef ekki heyrt svoldið lengi en það er alltaf jafn ljúft.


Linda Rondstadt

Linda Rondstadt er 62 ára í dag. Man einhver eftir henni? Þetta lag finnst mér alltaf fallegt en ég hef ekki heyrt það lengi. Þetta var sturtulagið mitt á tímabili á unglingsárunum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband