15.7.2008 | 20:45
Bilanafaraldur?
Ég hélt alltaf að mikið eftirlit væri með Tívolí tækjum allavega á Norðurlöndunum en ég var að lesa að 150 manns slasist árlega í tækjum í skemmtigörðum í Danmörku það er svakalegt. En þetta slys í Svíþjóð er þriðja slysið á örfáum dögum sem ég frétti af. Eftir slys í Faarup Sommerland liggur 8 ára drengur lfshættulega slasaður.
Ég held ég hugsi mig tvisvar um næst áður en ég stekk upp í eitthvað brjálað tívolí tæki.
Sjá líka: http://jp.dk/indland/article1385229.ece
http://ing.dk/artikel/89699?bund
Leiktækið var skoðað í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég var akkurat í þessu tæki fyrir viku síðann og það fór bara svona 5 hringi og síðan snar stoppaði það kallin sem stjórnaði tækinu kom út ag sagðist ætla að byrja aftur það fór aftur í gang en fór aðeins fleiri hringi í þetta skiptið en snar stoppaði svo aftur veit ekki hvort þetta atti að gerast en við fórum svo úr tækinu eftir þetta og pældum ekkert meira í þessu.
María (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 18:51
Það var gott að þið sluppuð heil úr þessu tæki María.
Sigríður Þórarinsdóttir, 16.7.2008 kl. 22:05
Je dúdda mía. Og hvað á maður að segja við börnin sín þegar þau heimta að fara í tívolí?
Takk fyrir bónorðið
Jóna Á. Gísladóttir, 16.7.2008 kl. 23:58
Vonandi verður farið að fylgjast betur með þessum tækjum.
Takk fyrir að samþykkja bloggvináttuna .
Sigríður Þórarinsdóttir, 17.7.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.